Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 02. ágúst 2019 11:26
Elvar Geir Magnússon
Palli Gísla hættur með Magna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Viðar Gíslason hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks Magna á Grenivík. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu.

Þar kemur fram að hann óskaði eftir því að láta af störfum og hefur stjórn félagsins orðið við þeirri ósk hans.

„Stjórn Íþróttafélagsins Magna þakkar Páli Viðari fyrir afar góð störf í þeirri miklu uppbyggingu sem hefur verið síðustu ár hjá Magna á Grenivík og óskum við Páli velfarnaðar og góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Unnið er að ráðningu nýs þjálfara meistarsflokks Magna," segir í tilkynningunni.

Magni er á sínu öðru tímabili í Inkasso-deildinni. Liðið náði á ævintýralegan hátt að halda sæti sínu í fyrra en er nú í neðsta sæti deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner