Arsenal leggur allt kapp á að landa Mykhailo Mudryk, 21 árs vægnmanni Shaktar Donetsk. Úkraínska félagið vill fá 85 milljónir punda fyrir leikmanninn og félögin hafa ekki náð samkomulagi.
Um miðjan desember var Mudryk í fríi í Dúbaí og samkvæmt enskum fjölmiðlum sagði hann fólki þar að hann geri ráð fyrir því að verða leikmaður Arsenal.
The Times segir að Mudryk sé búinn að gera munnlegt samkomulag við Arsenal um fimm ára samning.
Um miðjan desember var Mudryk í fríi í Dúbaí og samkvæmt enskum fjölmiðlum sagði hann fólki þar að hann geri ráð fyrir því að verða leikmaður Arsenal.
The Times segir að Mudryk sé búinn að gera munnlegt samkomulag við Arsenal um fimm ára samning.
Nýjasta tilboð Arsenal ku hljóða upp á 44 milljónir punda með klásúlu um hækkun upp í 62 milljónir.
Mudryk hefur gefið sterkar vísbendingar um að hann vilji fara til Arsenal, þar á meðal birti hann mynd af sér á öðrum degi jóla vera að horfa á 3-1 sigur Arsenal gegn West Ham.
Á nýarsdag horfði hann svo á Arsenal vinna Brighton og birti mynd af stjórum liðanna; Mikel Arteta og sínum fyrrum stjóra hjá Shaktar, Roberto De Zerbi, og skrifaði við hana 'Tveir frábærir þjálfarar'.
Mudryk hefur átt frábært tímabil með Shaktar, skorað 10 mörk í 18 leikjum í öllum keppnum.
Sjá einnig:
„Mudryk getur unnið Ballon d'Or"
Athugasemdir