Ferguson á förum
Brighton er búið að ganga frá kaupum á gríska framherjanum Stefanos Tzimas.
Þessi 19 ára leikmaður kemur til enska félagsins á um 21 milljón punda samkvæmt frétt BBC.
Framherjinn er hjá Nürnberg í þýsku B-deildinni á láni frá PAOK og verður hann áfram hjá þýska félaginu út tímabilið og gengur í raðir Brighton í sumar. Samningur hans við Brighton gildir fram á sumarið 2030.
Þessi 19 ára leikmaður kemur til enska félagsins á um 21 milljón punda samkvæmt frétt BBC.
Framherjinn er hjá Nürnberg í þýsku B-deildinni á láni frá PAOK og verður hann áfram hjá þýska félaginu út tímabilið og gengur í raðir Brighton í sumar. Samningur hans við Brighton gildir fram á sumarið 2030.
Stefanos is a Seagull! ???????? pic.twitter.com/x6uVgsTj3d
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) February 3, 2025
Það er búist við því að hinn tvítugi Evan Ferguson yfirgefi Brighton í dag og gangi í raðir West Ham á lánssamningi. Graham Potter, stjóri West Ham, þekkir Ferguson vel frá því að hann var stjóri Brighton.
Meiðsli herja á sóknarmenn West Ham. Jarrod Bowen, Niclas Fullkrug og Michail Antonio eru allir fjarri góðu gamni.
Gluggadagurinn er í fullum gangi. Glugganum verður lokað á Englandi klukkan 23:00 og á sama tíma á Spáni og Ítalíu. Í Þýskalandi verður lokað klukkan 17 og í Frakklandi klukkan 22.
Athugasemdir