Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palace hafnaði risatilboði frá Tottenham í Guehi
Mynd: Getty Images
Tottenham vill styrkja varnarlínuna enn frekar eftir að hafa krækt í Kevin Danso á láni frá Lens um helgina og samkvæmt heimildum talkSPORT hefur Crystal Palace hafnað tilboði frá nágrönnunum Tottenham í fyrirliðann Marc Guehi. Sagt er að tilboðið hafi hljóðað upp á 70 milljónir punda en það eru óstaðfest tíðindi.

Palace vill ómögulega missa enska landsliðsmanninn sem hefur verið eftirsóttur af stærri félögum að undanförnu.

Palace hafnaði öllum tilboðum Newcastle undir lok síðasta glugga. Guehi er 24 ára og er samningsbundinn fram á sumarið 2026.

Tottenham var að skoða að fá Axel Disasi frá Chelsea en hefur dregið sig úr þeirri baráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner