Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U16 stelpurnar unnu tvo stórsigra gegn Færeyjum
Byrjunarliðið í seinni leiknum.
Byrjunarliðið í seinni leiknum.
Mynd: KSÍ
Íslenska U16 ára landslið kvenna vann um helgina tvo æfingaleiki gegn Færeyjum en báðir leikir fóru fram í Miðgarði. Tveir leikmenn, Anna Katrín Ólafsdóttir og Kara Guðmundsdóttir skoruðu í báðum leikjunum.

Selfyssingurinn Björgey Njála Andreudóttir var fyrirliði liðsins í leikjunum tveimur.

Fyrri leikur liðanna fór fram á föstudag og vann Ísland þá 6-0 sigur. Anna Katrín og Elísabet María Júlíusdóttir skoruðu sitt hvort markið fyrir Ísland. Kara skoraði tvö og Hafdís Nína Elmarsdóttir skoraði þrennu.

Liðin mættust svo aftur í gær og þá vann íslenska liðið 7-0 sigur.

Elísabet María Júlíusdóttir, Anna Katrín, Björgey Njála, Kara, Sara Kristín Jónsdóttir sem skoruðu allar mark fyrir Ísland en Ásthildur Lilja Atladóttir skoraði tvö.

Leikskýrslan úr fyrri leiknum

Leikskýrslan úr seinni leiknum

Athugasemdir
banner
banner
banner