Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   fim 03. apríl 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Tileinkaði bróður sínum markið - „Þessi dagur er alltaf erfiður fyrir fjölskylduna“
Mynd: EPA
Jack Grealish batt enda á markaþurrð sína í ensku úrvalsdeildinni er hann skoraði í 2-0 sigrinum á Leicester í gær en markið tileinkaði bróður sínum markið sem lést fyrir 25 árum.

Keelan, bróðir Jack, dó vöggudauða þegar hann var aðeins níu mánaða gamall.

Í gær voru 25 ár liðin frá því hann kvaddi heiminn og var því dagurinn mjög mikilvægur fyrir Jack og fjölskyldu hans.

Hann hafði ekki skorað í úrvalsdeildinni síðan í desember árið 2023 en hann batt enda á þá markaþurrð með því að skora strax á 2. mínútu.

„Þetta var mjög fallegur dagur því bróðir minn lést fyrir 25 árum. Dagurinn er alltaf erfiður fyrir fjölskylduna, en ég var svo ánægður að skora. Mamma og pabbi voru hér, þannig það var geggjað að skora og vinna,“ sagði Grealish eftir leikinn.
Athugasemdir
banner