Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
banner
   mið 02. apríl 2025 19:40
Brynjar Ingi Erluson
Grealish skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jack Grealish, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu er hann kom City í forystu gegn Leicester á Etihad.

Grealish hefur ekki spilað stórt hlutverk í liði City á tímabilinu og þó meiðsli hafa vissulega spilað einhverja rullu í tiltækileika hans þá hefur hann líka þurft að lúta í gras í baráttu við aðra leikmenn um stöðu í liðinu.

Englendingurinn er í byrjunarliði City gegn Leicester í kvöld og skoraði eftir rúma mínútu eftir stoðsendingu Savinho.

Þetta var fyrsta deildarmark hans á tímabilinu. Grealish hafði skorað í enska bikarnum og Meistaradeildinni, en það vantaði deildarmarkið sem kom síðan loks í kvöld.

Sjáðu markið hjá Grealish

Omar Marmoush gerði annað mark Man City um hálftíma síðar en staðan er 2-0 fyrir Englandsmeisturunum í hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner