Sóknarmaðurinn Pape Mamadou Faye hefur gengið í raðir Þrótt V. í 2. deildinni.
Pape, sem er 28 ára, er kominn með leikheimild með liðinu og er því löglegur með Þrótti í 1. umferð deildarinnar þegar liðið mætir Dalvík/Reyni.
Pape, sem er 28 ára, er kominn með leikheimild með liðinu og er því löglegur með Þrótti í 1. umferð deildarinnar þegar liðið mætir Dalvík/Reyni.
Pape lék í Færeyjum síðasta sumar með TB/FCS/Royn þar skoraði hann fimm mörk í ellefu leikjum í færeysku úrvalsdeildinni.
Fyrri hluta síðasta sumars lék hann með Víkingi Ólafsvík. Á Íslandi hefur hann einnig leikið með Fylki, Víkingi R., Leikni R., Grindavík og BÍ/Bolungarvík.
Hann hefur skorað 50 mörk í 191 meistaraflokksleik hér á landi.
Þetta er mikill liðstyrkur fyrir Þrótt í 2. deildinni sem var spáð 3. sæti í deildinni.
Athugasemdir