Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
banner
   mið 03. júlí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Goðsögnin Marta fer á sína sjöttu Ólympíuleika
Marta.
Marta.
Mynd: EPA
Goðsögnin Marta hefur verið valin í landsliðshóp Brasilíu fyrir Ólympíuleikana í sumar.

Þetta eru hennar sjöttu Ólympíuleikar.

Marta, sem er 38 ára gömul, tilkynnti það í apríl síðastliðnum að hún væri á sínu síðasta ári með landsliðinu. „Ef ég fer á Ólympíuleikana þá mun ég njóta hvers einasta augnabliks, af því að, sama hvort ég fari eða ekki, þá verður þetta mitt síðasta ár með landsliðinu," sagði Marta.

Arthur Elias, landsliðsþjálfari Brasilíu, segir að Marta sé besti íþróttamaður allra tíma og komi með mikið að borðinu fyrir þetta lið.

Marta vann til silfurverðlauna árin 2004 og 2008. Bandaríkin unnu leikana í bæði skiptin en það er spurning hvort hún taki gullverðlaunin núna.

Marta er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk á HM í sögunni. Alls hefur hún skorað 17 mörk í 23 leikjum á alls sex mótum.

Hún er í dag leikmaður Orlando Pride í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner