Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
Best í Mjólkurbikarnum: Tvö sterkustu lið landsins mætast
Skoraði aftur úr langskoti með vinstri - „Ég var aldrei að fara að fagna"
Magnús Már: Bara gjörsamlega óboðlegt og óafsakanlegt
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Halli Hróðmars: Kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma - Á þetta mark þvílíkt skilið
Gunnar Heiðar: Getum ekki haldið það að við séum orðnir einhverjir kóngar
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður - „Fannst við stúta þeim í seinni"
Júlíus Mar um 500 þúsund króna tilboð KR: Maður verður að vera meira virði en það
Úlfur Arnar: Tvö töpuð stig
Halli Guðmunds: Kristján Óli hefur aldrei farið til Eyja nema á Þjóðhátíð
Ungir Víkingar á N1 mótinu trylltust af fögnuði þegar Ari skoraði
Jökull hæstánægður með frammistöðuna eftir dramatískt tap
Ari tryggði Víkingum í bikarúrslit: Ég var aldrei stressaður
Arnar Gunnlaugs: Erum ekki tilbúnir að láta þennan bikar af hendi strax
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Guðni um Andreu Marý: Hún lifir fyrir þetta
Var hrædd um að spila aldrei fótbolta aftur - „Er í pínu sjokki"
Óli Kristjáns: Drullufúlt að sofna á verðinum áður en þú ert búinn að ná landi
Mjög svo efnileg hetja Vals - „Ég vildi fyrst taka stærra skref á Íslandi"
banner
   fim 04. júlí 2024 00:00
Kári Snorrason
Jökull hæstánægður með frammistöðuna eftir dramatískt tap
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stjarnan mætti Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og þurfti vítaspyrnukeppni til að skilja liðin að en þar höfðu Víkingar betur. Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  5 Stjarnan

„Þetta var skemmtilegt að mörgu leiti. Liðið frábært og massívt og unnum vel fyrir því að komast í vító og þar er bara eitt klikk og það er bara þannig. Leiðinlegt að detta út úr þessu. Við höfðum mikla trú á þessu."

„Þetta var ekki fullkominn leikur en mikil liðsframmistaða. Unnum fyrir hvorn annan, vorum þéttari og agressívari, virkilega ánægður með frammistöðuna."

Rosenörn var í marki Stjörnunnar

„Mjög ánægður með hann ég er ánægður með hann á öllum æfingum. Alltaf þegar hann kemur inn þá er hann frábær. Það er ekkert auðvelt fyrir hann að halda haus og vera með sjálfstraust þegar hann spilar svona lítið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner