Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
Best í Mjólkurbikarnum: Tvö sterkustu lið landsins mætast
Skoraði aftur úr langskoti með vinstri - „Ég var aldrei að fara að fagna"
Magnús Már: Bara gjörsamlega óboðlegt og óafsakanlegt
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Halli Hróðmars: Kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma - Á þetta mark þvílíkt skilið
Gunnar Heiðar: Getum ekki haldið það að við séum orðnir einhverjir kóngar
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður - „Fannst við stúta þeim í seinni"
Júlíus Mar um 500 þúsund króna tilboð KR: Maður verður að vera meira virði en það
Úlfur Arnar: Tvö töpuð stig
Halli Guðmunds: Kristján Óli hefur aldrei farið til Eyja nema á Þjóðhátíð
Ungir Víkingar á N1 mótinu trylltust af fögnuði þegar Ari skoraði
Jökull hæstánægður með frammistöðuna eftir dramatískt tap
Ari tryggði Víkingum í bikarúrslit: Ég var aldrei stressaður
Arnar Gunnlaugs: Erum ekki tilbúnir að láta þennan bikar af hendi strax
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Guðni um Andreu Marý: Hún lifir fyrir þetta
Var hrædd um að spila aldrei fótbolta aftur - „Er í pínu sjokki"
Óli Kristjáns: Drullufúlt að sofna á verðinum áður en þú ert búinn að ná landi
Mjög svo efnileg hetja Vals - „Ég vildi fyrst taka stærra skref á Íslandi"
   mið 03. júlí 2024 23:19
Kári Snorrason
Arnar Gunnlaugs: Erum ekki tilbúnir að láta þennan bikar af hendi strax
Arnar var hæstánægður eftir leikinn í kvöld.
Arnar var hæstánægður eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur mætti Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Víkingar höfðu betur eftir vítaspyrnukeppni og þar með tryggðu sér í úrslitaleik gegn KA.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  5 Stjarnan

„Ég verð lengi að ná mér niður núna. Þetta var ótrúlegt hvernig við náðum þessari orku í framlengingunni. Af því þetta var þokkalega kjaftshöggið að fá mark á sig rétt fyrir leikslok."

„Frábærir í framlengingunni óheppnir að skora ekki þar. Svo fer þetta í vítakeppni og þá getur eins kastað tening.
Þetta var ótrúleg dramatík, ótrúlegur sigur og sýnir við erum ekki tilbúnir að láta þennan bikar af hendi strax."


Víkingur hefur unnið Mjólkurbikarinn fjórum sinnum í röð

„Það kemur að því að við töpum, það er alveg klárt mál. En ekki strax, við erum ekki tilbúnir til þess."

Víkingur mætir KA í úrslitum líkt og í fyrra

„Þeir verða skeinuhættir enda með gott lið, taflan lýgur aðeins. Við erum komnir á Laugardalsvöllinn enn og aftur, einn af betri dögum í mínu lífi þessir úrslitaleikir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner