Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
banner
   mið 03. júlí 2024 13:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hópuppsagnir hjá Manchester United
Mynd: Getty Images
Manchester United ætlar að segja upp starfsfólki á næstunni og á að fækka störfum hjá félaginu um 250 til þess að spara kostnað.

Innri skoðun hefur verið í gangi frá því að INEOS kom inn í félagið um áramótin og átti að finna leiðir til að koma í veg fyrir að kostnaður félagsins hækki alltaf stöðugt ár frá ári.

Um þúsund manns starfa í fullri vinnu hjá Manchester United en þessi umtöluðu 250 störf eru ekki talin mikilvæg.

Félagið vill spara og þá munu eflaust einhverjir benda á það að svimandi háar upphæðir hafa farið í vaskinn undanfarinn áratug vegna misheppnaðra leikmannakaupa, en nú eigi að spara með því að skera niður starfsmannafjölda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner