Orri Steinn Óskarsson var í sumar seldur frá FC Kaupmannhöfn til Real Sociedad á Spáni fyrir 20 milljónir evra. Hann er dýrasti leikmaður í sögu spænska félagsins.
En FCK hefði getað selt hann fyrir mögulega stærri upphæð. Girona á Spáni hafði einnig áhuga á Orra og það sama má segja um Porto frá Portúgal.
En FCK hefði getað selt hann fyrir mögulega stærri upphæð. Girona á Spáni hafði einnig áhuga á Orra og það sama má segja um Porto frá Portúgal.
Porto var tilbúið að borga 25 milljónir evra fyrir Orra en sá kaupsamningur hefði verið öðruvísi settur upp. Það er Tipsbladet sem segir frá.
Porto var tilbúið að borga 15 milljónir evra fyrir Orra og leyfa FCK að halda 40 prósent af næstu sölu. Porto var svo tilbúð að greiða 10 milljónir evra í viðbót í tveimur greiðslum til þess að taka 20 prósent í viðbót af næstu sölu.
Það eru sem sagt í heildina 25 milljónir evra en Orri endaði hjá Sociedad þar sem hann spilar í sterkari deild.
Athugasemdir