Þá er komið að slúðrinu á þessum ágæta þriðjudegi. Þetta eru helstu sögur dagsins.
Manchester United hefur áhuga á Christian Pulisic (26), kantmanni AC Milan, en það hafa Liverpool og West Ham líka. (Calciomercato)
Rúben Amorim mun ekki fá eins mikinn pening að eyða og Erik ten Hag fékk. Hann er beðinn um að fá það mesta úr þeim leikmönnum sem hann er nú þegar með í liðinu. (Telegraph)
Man Utd er að skoða skiptidíl sem myndi senda Joshua Zirkzee (23) til Napoli og Victor Osimhen (25) í hina áttina, á Old Trafford. (Calcio Napoli)
Búist er við því að Christian Eriksen (32) yfirgefi Man Utd eftir tímabilið. (Fabrizio Romano)
West Ham og Fulham hafa áhuga á að fá James McAtee (22), miðjumann Manchester City, í janúar. (Guardian)
Arsenal er að undirbúa 75 milljón punda tilboð í Raphinha (27), framherja Barcelona. Katalóníustórveldið vill fá nær 83 milljónum punda fyrir hann. (Fichajes)
Nottingham Forest mun hafna öllum fyrirspurnum í varnarmanninn Murillo (22) í janúar en Real Madrid er á meðal félaga sem hafa áhuga. (Football Insider)
Federico Chiesa (27), kantmaður Liverpool, gæti snúið aftur til Ítalíu en Inter ætlar að reyna að fá hann á láni í janúar. (Mirror)
Liverpool og Arsenal munu ekki geta keypt Mohammed Kudus (24) á minna en 85 milljónir punda - sem er riftunarverðið í samningi hans - þar sem West Ham ætlar sér að halda honum. (Football Insider)
Chelsea, Manchester City og Tottenham munu berjast um Illia Zabarnyi (22), varnarmann Bournemouth. (Teamtalk)
Tottenham hefur áhuga á því að fá miðjumanninn Javi Guerra (21) frá Valencia. (GiveMeSport)
Paul Pogba (31) er staðráðinn í að spila í einni af fimm stærstu deildum Evrópu eftir að hafa rift samningi sínum við Juventus. (ESPN)
Sean Dyche, stjóri Everton, gæti misst starf sitt ef það gengur illa hjá honum um jólin. (Football Insider)
Arsenal hefur rætt við Luis Campos, ráðgjafa hjá Paris Saint-Germain, um að taka við stöðu yfirmanns fótboltamála hjá Lundúnafélaginu. (Football Transfers)
Jonathan Tah (28), varnarmaður Bayer Leverkusen, mun byrja að ræða við önnur félög í janúar þar sem hann hyggst leita á önnur mið næsta sumar þegar samningur hans rennur út. Barcelona, Real Madrid og Bayern München eru á meðal félaga sem hafa áhuga. (Mundo Deportivo)
Ronaldo Nazario ætlar sér að verða forseti brasilíska fótboltasambandsins og verður hans fyrsta verk að ráða Pep Guardiola sem nýjan landsliðsþjálfara. (L'Equipe)
Athugasemdir