Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard færist nær endurkomu
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard er kominn langt í viðræðum við Coventry um að taka að sér stjórastarfið hjá félaginu. Hann virðist vera að snúa aftur í fótboltann.

Samkomulag er ekki enn í höfn en viðræður munu halda áfram í vikunni.

Lampard hefur verið án starfs síðan hann hætti sem bráðabirgðastjóri Chelsea í lok tímabilsins 2022-23. Hann tók við Chelsea af Graham Potter og þar til Mauricio Pochettino tók við liðinu.

Lampard hafði áður stýrt Chelsea og þá hefur hann verið stjóri Derby og Everton.

Lampard mun stíga í stór fótspor ef hann tekur við Coventry. Félagið rak á dögunum Mark Robins en hann hafði gert magnaða hluti með liðið; komið því upp úr D-deild og næstum því alla leið upp í ensku úrvalsdeildina.

Coventry er sem stendur í 17. sæti Championship-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner