Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U19 landsliðið tapaði lokaleik sínum og missti af toppsætinu
Daníel Ingi Jóhannesson.
Daníel Ingi Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U19 landsliðið þurfti að sætta sig við tap gegn Írlandi í síðasta leik sínum í fyrri umferð undankeppni EM 2025 í dag.

Írar komust yfir snemma með sjálfsmarki en Daníel Ingi Jóhannesson, leikmaður Nordsjælland í Danmörku, jafnaði í byrjun seinni hálfleiks úr vítaspyrnu.

Írland skoraði hins vegar sigurmarkið þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Ísland endaði í öðru sæti í riðli sínum með sex stig en Írland vann riðilinn með sjö stig.

Dregið verður í seinni umferðina 5. desember og þar á Ísland möguleika á því að komast í lokakeppnina.

Byrjunarlið Íslands í dag:
1. Ívar Arnbro Þórhallsson (KA)
3. Davíð Helgi Aronsson (Víkingur R.)
4. Þorri Stefán Þorbjörnsson (Fram)
5. Sölvi Stefánsson (AGF)
7. Stígur Diljan Þórðarson (US Triestina)
10. Tómas Jóhanessen (AZ)
13. Bjarki Hauksson (Stjarnan)
15. Markús Páll Ellertsson (Fram)
17. Daníel Ingi Jóhannesson (Nordsjælland)
18. Daði Berg Jónsson (Víkingur R.)
20. Sesar Örn Harðarson (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner