Frá keppnisvellinum í Cardiff í gær. Það rigndi mikið í gær og rignir en en á að stytta upp fyrir kvöldið og verður spilað í 2 stiga hita.
Búið er að selja 28 þúsund miða á landsleik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni í kvöld en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið því þarna ræðst hvort liðið fer í umspil um sæti í A-deildinni, og þá hvort fer í umspil um fall í C-deild.
Lestu um leikinn: Wales 0 - 0 Ísland
100 Íslendingar verða í stúkunni en þeir verða staðsettir fyrir ofan varamannabekk íslenska liðsins.
Fjölmiðlamenn verða fjölmennir á leiknum í kvöld en 69 fréttamenn hafa boðað komu sína, 35 ljósmyndarar auk þess sem tvær sjónvarpsstöðvar og fimm útvarpsstöðvar senda beint frá vellinum.
Þar á meðal eru fréttamaður og ljósmyndari frá Fótbolti.net en leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á vefnum.
Leikurinn hefst klukkan 19:45 á leikvangi Cardiff City í Wales og miðað við skoðanakönnun á forsíðu eru tæplega helmingur lesenda sem spáir íslenskum sigri.
Athugasemdir