Haukur Leifur Eiriksson mun að öllum líkindum spila í Lengjudeildinni á komandi tímabili því samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann að velja á milli tveggja félaga.
Haukur er miðvörður sem átti gott tímabil með Þrótti Vogum í 2. deild í sumar og verður samningslaus í lok árs.
Haukur er miðvörður sem átti gott tímabil með Þrótti Vogum í 2. deild í sumar og verður samningslaus í lok árs.
Njarðvík er annað félagið sem Haukur er að ræða við en hitt er ónefnt félag í sömu deild, Lengjudeildinni.
Haukur er 22 ára, uppalinn FH-ingur. Hann spilaði æfingaleik með Njarðvík á dögunum þar sem Njarðvík sigraði Hauka, lokatölur 2-1 fyrir Njarðvík.
Athugasemdir