Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 19:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef það þarf að gíra menn upp í svona leik þá eru þeir á rangri hillu"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska landsliðið mætir Wales í algjörum úrslitaleik í Þjóðadeildinni í kvöld. Með sigri kemst Ísland í umspil um sæti í A deild.


Ísland hefur átt í vandræðum með að spila tvo góða hálfleika í Þjóðadeildinni en Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport, segir að menn verði að vera 100 prósent í kvöld til að vinna.

„Ef það þarf að gíra menn upp fyrir svona leiki á svona stundum þá eru menn á rangri hillu. Þetta á að vera borðleggjandi, þú átt að vera klár í svona leiki. Það verður áhugavert að sjá með hvað leikplan við komum með inn í þennan leik," sagði Lárus Orri.

Íslenska liðið hefur verið í vandræðum með að ná stöðugleika í vörninni en Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Logi Tómasson í banni. Þrjár breytingar eru á liðinu frá sigrinum gegn Svartfjallalandi í síðustu umferð.

Alfons Sampsted og Guðlaugur Victor Pálsson koma inn í vörnina og þá kemur Ísak Bergmann Jóhannesson inn á miðjuna.


Athugasemdir
banner
banner
banner