Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi: Þessar sögusagnir gerðu mig brjálaðan
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cardiff fagnar marki.
Cardiff fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu, var nýverið í viðtali í hlaðvarpinu Chess After Dark þar sem hann ræddi meðal annars um það þegar hann var orðaður við Cardiff fyrir nokkrum vikum síðan.

Cardiff og Kortrijk eru með sama eigandann - hinn litríka Vincent Tan - en sögur fóru af stað um að Freyr myndi taka við Cardiff eftir að velska félagið rak stjóra sinn.

Það var mikið fréttafár í kringum þessar sögur en í Belgíu misstu menn sig aðeins í gleðinni.

Á einum tímapunkti sagði HLN í Belgíu frá því að Freyr hefði flogið til Cardiff og farið þar í viðræður. Hann hefði tekið þyrlu þangað og sagt leikmönnum sínum hjá Kortrijk að hann væri veikur. Það var ekki satt en Freyr viðurkennir að hafa orðið verulega pirraður á þessu.

„Þessar sögusagnir gerðu mig brjálaðan. Börnin mín voru veik og svo veikist ég. Á mánudagseftirmiðdegi er ég orðinn vel veikur en það var frí á þriðjudegi. Ég var fárveikur heima þá. Á miðvikudeginum var æfing og ég mæti, en kem ekki nálægt neinum. Ég er bara þarna," sagði Freyr.

„Ég hefði aldrei átt að mæta. Ég var fárveikur. Ég er stundum bara svolítið bilaður. Þá fara af stað þær sögur að ég hafi ekkert verið veikur á þriðjudeginum og ég hafi farið með þyrlu til Cardiff í viðræður. Þetta var í blöðunum hérna. Stuðningsmennirnir voru brjálaðir. Svo segir blaðamaðurinn að ég hafi logið að samstarfsmönnum og leikmönnum um að ég hafi verið veikur og farið í þessa þyrluferð til Cardiff."

„Sú setning stuðaði mig. Það má alveg orða mig við Cardiff en að ég hafi logið að samstarfsmönnum og leikmönnum, það stuðaði mig. Ég varð brjálaður og er enn brjálaður. Viðræður mínar við Cardiff voru engar. En þetta eru sömu yfirmenn og ég tala við einhvern í Cardiff í hverri viku. Ég þekki alla þarna og það eru tengsl. Það er það eina," sagði Freyr.

Freyr segist hafa mikinn áhuga á að þjálfa á Englandi í framtíðinni en hann er að þjálfa Kortrijk í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner