Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa verið mest orðaðir við landsliðsþjálfarastarfið þar sem framtíð Age Hareide er í óvissu.
Miklar vangaveltur eru uppi um hvort landsleikurinn gegn Wales á morgun verði mögulega síðasti leikur Íslands undir stjórn Hareide en það er riftunarákvæði í samningi hans.
Miklar vangaveltur eru uppi um hvort landsleikurinn gegn Wales á morgun verði mögulega síðasti leikur Íslands undir stjórn Hareide en það er riftunarákvæði í samningi hans.
Freyr, sem er í dag þjálfari Kortrijk í Belgíu, tjáði sig um sögusagnirnar í samtali við hlaðvarpið Chess After Dark.
„Það er ekkert sem bendir til að þetta hafi verið síðasti leikur minn með Kortrijk," sagði Freyr.
„Ég hef alveg orðið var við það að mitt nafn og nafn Arnars (Gunnlaugssonar) eru tengd við landsliðið núna. Ég mun aldrei setja mig á þann stall að ég muni ekki tala við KSÍ ef þeir vilja tala við mig, hvenær sem það er. Þeir fjárfestu í mér og gáfu mér tækifæri. Ég skulda þeim. Þetta er stórkostlegt starf."
„En þessi umræða rétt fyrir landsleiki er ósanngjörn, ósmekkleg og mér finnst hann ekki eiga hana skilið."
„Það er stjórn KSÍ sem tekur ákvörðun í samráði við Age Hareide eftir þessa landsleiki. Mér finnst hann hafa gert fína hluti. Það er framgangur í liðinu. Ég hef engan áhuga á því að svara hvort ég hafi áhuga á starfinu. Mér finnst að fólk eigi ekki að spyrja þessara spurninga núna; þessi staða á ekki að vera uppi," sagði Freyr sem vill sjá einbeitinguna á landsleikinn sem er framundan í kvöld.
Freyr segist ekki hafa heyrt eitt einasta orð í KSÍ á þessum tímapunkti en hann ætlar sér að stýra liðinu einhvern tímann.
Athugasemdir