Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tapaði á Kópavogsvelli um daginn og nú keyptur fyrir metfé
Kevin Denkey.
Kevin Denkey.
Mynd: Getty Images
FC Cincinnati í Bandaríkjunum er að ganga frá kaupum á framherjanum Kevin Denkey frá Cercle Brugge.

Um er að ræða metfé í MLS-deildinni í Norður-Ameríku en Denkey kostar 16,2 milljón dollara.

„Þetta eru risastór kaup fyrir Cincy," segir blaðamaðurinn Tom Bogert.

Denkey er 21 árs gamall sóknarmaður frá Tógó sem hefur spilað með Cercle Brugge frá 2020/21 tímabilinu. Hann skoraði 27 mörk í 38 deildarleikjum í Belgíu á síðustu leiktíð.

Denkey mætti með Cercle Brugge á Kópavogsvöll um daginn og spilaði í 3-1 tapi gegn Víking í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir
banner