Patrick Vieira er kominn með nýtt starf en hann hefur verið ráðinn þjálfari Genoa á Ítalíu.
Frá þessu segir Fabrizio Romano sem er með góða heimildarmenn.
Frá þessu segir Fabrizio Romano sem er með góða heimildarmenn.
Vieira tekur við starfinu af Alberto Gilardino og mun hann hefja störf í þessari viku.
Vieira, sem er fyrrum fyrirliði Arsenal, stýrði síðast Strasbourg í Frakklandi en þar áður var hann stjóri Crystal Palace á Englandi. Hann hefur einnig haldið utan um stjórnartaumana hjá Nice og New York City FC.
Genoa er sem stendur í 17. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með tíu stig.
Athugasemdir