Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Útskýrir af hverju hún þurfti að fara frá Ítalíu - „Gæti ekki verið ánægðari með niðurstöðuna"
'Ég sagði þetta bara gott, gat ekki látið koma svona fram við mig og fór'
'Ég sagði þetta bara gott, gat ekki látið koma svona fram við mig og fór'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég gæti ekki verið ánægðari með niðurstöðuna, er mjög ánægð með þessa ákvörðun'
'Ég gæti ekki verið ánægðari með niðurstöðuna, er mjög ánægð með þessa ákvörðun'
Mynd: Kristianstad
Guðný, Katla og Hlín léku saman með Kristianstad á tímabilinu. Þessi mynd var tekin eftir lokaumferðina.
Guðný, Katla og Hlín léku saman með Kristianstad á tímabilinu. Þessi mynd var tekin eftir lokaumferðina.
Mynd: Kristianstad
'Ég er enn framar hér heldur en með landsliðinu og get lært betur og oftar inn á sóknarstöðurnar sem geta komið upp með landsliðinu'
'Ég er enn framar hér heldur en með landsliðinu og get lært betur og oftar inn á sóknarstöðurnar sem geta komið upp með landsliðinu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði eitt mark og lagði upp sex samkvæmt tölfræði <i>Flashscore</I>.
Skoraði eitt mark og lagði upp sex samkvæmt tölfræði Flashscore.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir lauk fyrr í þessum mánuði sínu fyrsta tímabili hjá sænska félaginu Kristianstad. Hún var fengin frá AC Milan síðasta vetur og átti nokkuð gott tímabil með sænska Íslendingaliðinu.

Guðný er 24 ára varnarmaður, í grunninn miðvörður, sem þróast hefur út í bakvörð síðustu misseri. Hún ræddi við Fótbolta.net um tímabilið og félagaskiptin í vor.

„Maður tekur því aðeins rólega núna, erum reyndar að æfa áfram eftir tímabilið. Það er auðvitað landsliðsverkefni framundan svo það hentar ágætlega. Ég hef ekki áður verið í liði sem æfir eftir að keppnistímabilinu lýkur," segir Guðný. Hún verður ekki með í landsleikjunum þar sem hún er að fara í aðgerð.

Ætluðu sér Meistaradeildarsæti
Kristianstad endaði í 4. sæti sænsku deildarinnar og eru blendnar tilfinningar með það. Liðinu var ekki spáð betra gengi, en 4. sætið gefur ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni og það var það sem liðið ætlaði sér að ná.

„Markmiðið var að ná topp þremur, en þegar litið er yfir þetta, fyrsta tímabil hjá nýjum þjálfara eftir að Beta var hér mjög lengi, þá var þetta svona u.þ.b. það sem búist var við af öðrum. Við náðum frekar góðum stigafjölda, en það var kafli um mitt tímabil þar sem gekk ekki nógu vel, það er ekki hægt að breyta því neitt núna. Heilt yfir vorum við bara mjög góðar og erum alveg ágætlega sáttar."

Guðný er sátt með eigið tímabil. „Þetta var mjög vaxandi og jákvætt. Ég kom hingað rétt fyrir tímabil og var þá að koma úr tímabili með Milan og þurfti að koma mér inn í hlutina hérna. Mér fannst ég læra ótrúlega mikið, sérstaklega sóknarlega. Ég spilaði meira sóknarlega en ég hef gert áður."

Kann að verjast og fær tækifæri til að bæta sig sóknarlega
Guðný fór fyrst í bakvarðastöðuna með landsliðinu þar sem úrvalið af miðvörðum er mjög gott. Í Kristianstad spilaði hún í hægri vængbakverði, mjög sóknarsinnað hlutverk.

„Þegar ég kom var liðið að spila fjögurra manna vörn en svo var því fljótt breytt. Ég bjóst alveg eins við því að spila sem einn af þremur miðvörðum, en hef verið að spila sem vængbakvörður allt tímabilið og finnst það ótrúlega gaman. Ég spila mjög framarlega sem ég er ekki vön og líður miklu betur í því hlutverki núna en kannski í byrjun, í grunninn vön að vera varnarsinnuð; spilað sem hafsent og hefðbundinn bakvörður. Þetta er mjög skemmtilegt."

„Mér finnst geggjað að fá að taka mikinn þátt í sóknarleiknum, það er eitthvað sem ég hef ekki gert mikið af. Ég kemst oftar í stöður sem ég hef þurft að verða betri í, er enn framar hér heldur en með landsliðinu og get lært betur og oftar inn á sóknarstöðurnar sem geta komið upp með landsliðinu. Í síðasta leik var ég eiginlega bara eins og kantmaður."

„Ég þurfti tíma til að læra inn á að vera svona framarlega, en er mjög ánægð með þetta hlutverk. Þetta getur nýst mér í framhaldinu. Ég kann að verjast og finnst gaman að bæta þessu við minn leik."


Þjálfarinn fékk ekki að velja í liðið
   08.04.2024 14:30
Fékk útskýringar en var ekki sátt - „Hentar að mörgu leyti vel fyrir landsliðið"

Hún fór frá AC Milan síðasta vetur þar sem hún var ekki sátt við spiltímann með ítalska liðinu.

„Það eru fleiri á Ítalíu sem stjórna heldur en þjálfarinn, aðrir aðilar sem geta stjórnað þjálfaranum. Það varð til þess að ég varð ekki ánægð og fór í svolitlum flýti til Kristianstad. Hér er ótrúlega mikið lagt upp úr góðum samskiptum, að öllum líði vel og að hver og einn einstaklingur fái það sem hann þarf. Að mínu mati er verið að hugsa um réttu hlutina hér."

Var forseti Milan að velja í liðið?

„Það var þannig að þjálfarinn réði ekki og hann sagði mér það alveg. Hann vildi nota mig en hann gat það ekki. Þá var ég föst utan hóps og gat ekkert í því gert. Ég veit í raun ekkert ástæðuna fyrir því. Ég sagði þetta bara gott, gat ekki látið koma svona fram við mig og fór," segir Guðný sem fékk að fara frá Milan en hún átti nokkra mánuði eftir af samningi sínum við félagið.

Hvernig var að fá að heyra það frá þjálfaranum að hann mætti ekki velja þig í liðið?

„Ég vissi það í rauninni áður en hann sagði mér það. Ég bara hugsaði að ég yrði að fara og daginn eftir var ég farin, gerðist allt mjög hratt. Ég gæti ekki verið ánægðari með niðurstöðuna, er mjög ánægð með þessa ákvörðun."

Íslandstengingin hjálpaði
Þegar Guðný býðst að fara til Kristianstad hjálpaði að þar voru tveir íslenskir leikmenn. Þær Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir voru samherjar Guðnýjar á tímabilinu.

„Það hjálpaði til, það hjálpaði líka til að maður hefur heyrt mikið um klúbbinn, margir sem þekkja til og auðvelt að afla sér upplýsinga. Það er margt vel gert hjá félaginu og fékk að heyra af því," segir Guðný sem er áfram samningsbundin Kristianstad.
Athugasemdir
banner
banner
banner