Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Endurkomu Christensen seinkar - Þurfti að fara í aðgerð
Mynd: EPA

Andreas Christensen, varnarmaður Barcelona, meiddist í upphafi tímabilsins og var búist við því að hann myndi snúa aftur í desember en það er ekki raunin.


Hann þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa slitið hásin og er búist við því að hann geti ekki snúið aftur fyrr en í lok janúar.

Christensen er ekki í áformum Hansi Flick og greint hefur verið frá því að félagið hafi ætlað að reyna selja hann í janúar en ljóst er að ekkert verður úr því.

Danski miðvörðurinn gekk til liðs við Barcelona frá Chelsea árið 2022 og hefur leikið 75 leiki.


Athugasemdir
banner
banner