Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnþór Ari með uppsagnarákvæði í samningi sínum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ari Atlason er með uppsagnarákvæði í samningi sínum við HK sem hann getur nýtt sér þar sem liðið féll úr Bestu deildinni.

Rikki G sagði frá þessu í Þungavigtinni og samkvæmt heimildum Fótbolta.net getur Arnþór Ari nýtt sér það ákvæði hvenær sem er.

Arnþór Ari hefur undanfarin ár verið algjör lykilmaður í liði HK.

Hann er 31 árs miðjumaður sem skoraði sjö mörk í 25 leikum í sumar og skoraði sex mörk í 26 leikjum í fyrra.

Hann er uppalinn hjá Þrótti og hefur einnig leikið með Fram og Breiðabliki á sínum ferli.

Alls hefur hann skorað 72 mörk í 420 meistaraflokksleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner