Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Ben um Hareide: Ég persónulega væri mjög svekktur
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson vonar að Age Hareide muni halda áfram sem þjálfari íslenska landsliðsins.

Hann vonar að leikurinn gegn Wales í kvöld verði ekki hans síðasti leikur með liðið.

„Ég persónulega væri mjög svekktur ef þetta er síðasti leikur sem við sjáum Age stýra íslenska liðinu," sagði Guðmundur í innslagi á Vísi.

„Ég er á því að við séum á réttri braut. Það er enginn búinn að kynna fyrir mér þjálfara sem er betur til þess fallinn að sjá um þetta íslenska lið. Við erum á mikilvægu augnabliki með þetta lið. Við erum með lið sem á erindi að keppa um að fara á stórmót næstu árin."

„Við þurfum að taka skref sem eru vel ígrunduð. Við eigum ekki að skipta bara til að skipta. Ég vona innilega að hann verði áfram," sagði Gummi.

Hvorki KSÍ né Hareide hafa viljað tjá sig um framhaldið en Norðmaðurinn er með riftunarákvæði í samningi sínum.


Athugasemdir
banner