Miðjumaðurinn James McAtee gæti yfirgefið Manchester City í janúarglugganum.
Samkvæmt Guardian þá hafa Lundúnafélögin Fulham og West Ham áhuga á honum.
Samkvæmt Guardian þá hafa Lundúnafélögin Fulham og West Ham áhuga á honum.
McAtee heillaði á meðan hann var á láni hjá Sheffield United á síðasta tímabili.
Það er talið að hinn 22 ára gamli McAtee muni kosta í kringum 20 milljónir punda.
McAtee, sem spilar með enska U21 landsliðinu, hafði vonast til að komast í liðið hjá Man City en það er hægara sagt en gert. Tækifærin hafa verið að skornum skammti og gæti hann þurft að fara annað í leit að þeim.
Athugasemdir