Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2024 18:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið kvöldsins: Ellefu breytingar hjá Hollandi - Zirkzee á miðjunni
Mynd: Getty Images

Wales fær Ísland í heimsókn í úrslitaleik um sæti í umspili um sæti í A deild Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Harry Wilson og Brennan Johnson skoruðu mörk Wales í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli og eru báðir í byrjunarliðinu. Craig Bellamy virðist stilla upp í 3-4-3 með Daniel James og Neco Williams á köntunum.

Þýskaland og Holland eru komin áfram í útsláttakeppni A deildar. Þýskaland heimsækir Ungverjaland en Joshua Kimmich og Robert Andrich eru þeir einu sem halda sæti sínu frá 7-0 sigri á Bosníu.

Bosnía fær Holland í heimsókn en það eru ellefu breytingar á liði Hollendinga frá 4-0 sigri á Ungverjum.  Athyglisvert að Joshua Zirkzee er stillt upp á miðjunni.


Byrjunarlið Wales: Ward, Cabango, Rodon, Davies, James, Wilson, Sheehan, Williams, Harris, Cullen, Johnson.

Byrjunarlið Þýskalands: Nubel, Kimmich, Koch, Schlotterbech, Henrichs, Andrich, Brandt, Gnabry, Nmecha, Sane, Fuhrich.

Byrjunarlið Hollands: Flekken, Frimpong, De Vrij, De Ligt, Hato, Wieffer, Zirkzee, Koopmeiners, Kluivert, Brobbey, Lang.


Athugasemdir
banner
banner