Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 04. september 2023 22:03
Elvar Geir Magnússon
Mainz
Mikil eftirvænting og uppselt á landsleik Íslands í Lúxemborg
Icelandair
Nýr þjóðarleikvangur Lúxemborgara.
Nýr þjóðarleikvangur Lúxemborgara.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Lúxemborgar leyfa sér að dreyma um að komast í lokakeppni EM. Landslið þessarar 660 þúsund manna þjóðar er þremur stigum frá öðru sæti í undanriðli sínum.

Lúxemborg er fjórum stigum fyrir ofan Ísland í riðlinum og því ekkert annað sem kemur til greina hjá okkar strákum en að sækja til sigurs þegar liðin mætast í Lúxemborg á föstudag.

Það er mikil stemning fyrir fótboltanum í Lúxemborg þessa dagana og síðasta fimmtudag tilkynnti fótboltasamband þjóðarinnar að það væri þegar orðið uppselt á leikinn.

Lúxemborg spilar á glænýjum og geggjuðum velli sem var vígður fyrir tveimur árum. Leikvangurinn er hringbyggður og tekur 9.386 áhorfendur, nánast alveg jafn marga og Laugardalsvelli. Völlurinn er lagður með hybrid grasi.

Fótbolti.net er í Mainz í Þýskalandi þar sem Ísland er í æfingabúðum fyrir komandi leiki. Eftir leikinn gegn Lúxemborg veður heimaleikur gegn Bosníu, en hann fer fram næsta mánudag.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Hver er fótboltamaður/kona ársins?
Athugasemdir
banner