Monza 1 - 2 Juventus
0-1 Weston McKennie ('14 )
1-1 Samuele Birindelli ('22 )
1-2 Nicolas Gonzalez ('39 )
0-1 Weston McKennie ('14 )
1-1 Samuele Birindelli ('22 )
1-2 Nicolas Gonzalez ('39 )
Monza vermir botnsæti ítölsku deildarinnar og tók á móti Juventus í síðasta leik kvöldsins.
Juve tók forystuna snemma leiks með marki frá Weston McKennie en Samuele Birindelli var ekki lengi að jafna fyrir heimamenn í nokkuð jöfnum slag.
Nicolás González tók forystuna á ný fyrir Juventus þegar hann var réttur maður á réttum stað innan vítateigs, þar sem boltinn datt fyrir lappirnar hans eftir mikinn atgang í teignum. González skoraði auðvelt mark af stuttu færi og reyndist það nóg til að landa sigrinum.
Leikurinn var jafn þar sem liðin skiptust á að eiga marktilraunir, án þess þó að skapa mikið af hættulegum færum.
Þetta er langþráður sigur fyrir Juventus í deildinni eftir að liðið hafði gert fjögur jafntefli í röð fyrir þessa viðureign. Juve er í sjötta sæti sem stendur, með 31 stig eftir 17 umferðir - níu stigum eftir toppliði Atalanta.
Monza er með 10 stig á botni deildarinnar.
Athugasemdir