Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Salah: Mun líða vel hvar sem ég ákveð að ljúka ferlinum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mohamed Salah skoraði tvö og lagði upp tvö í 6-3 sigri Liverpool á útivelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hann var kátur í viðtali að leikslokum þó hann viðurkenni að varnarleikurinn hjá Liverpool mætti vera betri.

„Við vorum góðir í sóknarlínunni en við þurfum að bæta okkur varnarlega. Það er ekki nógu gott að fá þrjú mörk á sig. Þetta eru góð úrslit og vonandi getum við haldið svona áfram," sagði Salah.

„Við bjuggumst við klikkuðum markaleik í dag og við fengum það. Þeir spila skemmtilegan sóknarbolta svo leikirnir gegn þeim eru alltaf galopnir og mjög erfiðir."

Salah er fyrsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora meira en 10 mörk og leggja upp meira en 10 á fyrri hluta tímabils.

„Ég vissi ekki af þessu meti fyrir leikinn en ég er ánægður að hafa bætt það. Þetta er eitthvað sem gerir mig stoltan og drífur mig áfram til að standa mig enn betur og bæta fleiri met."

Salah, sem er fjórði markahæsti leikmaður í sögu Liverpool, rennur út á samningi næsta sumar. Talið er að hann sé með risastór samningstilboð á borðinu frá félögum í Sádi-Arabíu.

„Mér finnst frábær að vera orðinn fjórði markahæstur hjá Liverpool en það mikilvægasta fyrir mig er að við unnum leikinn. Mér líður mjög vel hérna og ég veit að mér mun líða mjög vel hvar sem ég ákveð að ljúka ferlinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner