Sigdís Eva Bárðardóttir og stöllur hennar í Norrköping eru komnar áfram í riðlakeppni sænska bikarsins eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Eskilstuna í dag.
Úrvalsdeildarliðin í Svíþjóð voru kynnt til leiks í 3. umferð bikarsins, en Norrköping þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum til að komast áfram.
Sigdís kom til Norrköping frá Víkingi í sumar og var að byrja sinn fyrsta leik með liðinu í dag. Hún lagði upp fyrra mark Norrköping í leiknum.
Norrköping komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik en Eskilstuna, sem spilar í næst efstu deild, minnkaði muninn þegar lítið var eftir.
Það er því Norrköping sem fer inn í riðlakeppni bikarsins, en hún verður spiluð í byrjun næsta árs.
Athugasemdir