Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 02. október 2024 18:47
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Tvö sjálfsmörk í fyrsta sigri Feyenoord - Góður sigur Atalanta í Þýskalandi
Feyenoord náði í fyrsta sigurinn á tímabilinu
Feyenoord náði í fyrsta sigurinn á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Atalanta er komið með fjögur stig
Atalanta er komið með fjögur stig
Mynd: Getty Images
Feyenoord vann sinn fyrsta leik í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið lagði Girona að velli, 3-2, á Spáni. Atalanta vann þá 3-0 sigur á Shakhtar Donetsk á Veltins-Arena í Þýskalandi.

Í fyrstu umferðinni tapaði Feyenoord fyrir Bayer Leverkusen með fjórum mörkum gegn engu á meðan Girona tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 1-0.

Girona, sem var spútniklið spænsku deildarinnar á síðasta tímabili, komst í 1-0 gegn Feyenoord á 19. mínútu en fjórum mínútum síðar setti Yangel Herrera, leikmaður Girona, boltann í eigið net.

Tíu mínútum síðar kom Antoni Milambo gestunum yfir og gátu þeir komist í tveggja marka forystu er Ivan Martin braut af sér í teignum, en Paulo Gazzaniga varði vítaspyrnu Ayase Ueda.

Snemma í þeim síðari setti David Hancko, varnarmaður Feyenoord, boltann í eigið net, en hafði heppnina með sér þar sem það var rangstaða í aðdragandanum og markið því dæmt af.

Girona fékk vítaspyrnu á 66. mínútu er Timon Wellenreuther, markvörður Feyenoord, braut á leikmanni Girona. Wellenreuther varði spyrnu Bojan Miovski. Sjö mínútum síðar jafnaði hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek.

Rúmum tíu mínútum fyrir leikslok kom sigurmarkið. Fyrirgjöfin kom frá vinstri inn í teiginn á Ladislav Krejci sem tæklaði boltann í eigið net.

Lokatölur 3-2 fyrir Feyenoord sem er komið með þrjú stig í keppninni, en Girona áfram án stiga.

Atalanta vann þá Shakhtar Donetsk, 3-0, á Veltins-Arena í Þýskalandi.

Berat Djimsiti og Ademola Lookman skoruðu tvö mörk fyrir Atalanta í fyrri hálfleiknum áður en Raoul Bellanova gulltryggði stigin þrjú með marki senmma í síðari. Atalanta er með 4 stig en Shakhtar aðeins eitt stig.

Úrslit og markaskorarar:

Girona 2 - 3 Feyenoord
1-0 David Lopez ('19 )
1-1 Yangel Herrera ('23 , sjálfsmark)
1-2 Antoni Milambo ('33 )
1-2 Ayase Ueda ('36 , Misnotað víti)
1-2 Bojan Miovski ('67 , Misnotað víti)
2-2 Donny van de Beek ('74 )
2-3 Ladislav Krejci ('79 , sjálfsmark)

Shakhtar D 0 - 3 Atalanta
0-1 Berat Djimsiti ('21 )
0-2 Ademola Lookman ('44 )
0-3 Raoul Bellanova ('48 )
Athugasemdir
banner
banner
banner