Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fjórir fyrrum stjórar Chelsea orðaðir við starfið hjá Roma
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Ítalski miðillinn La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Frank Lampard er einn af þeim sem koma til greina í þjálfarastarfið hjá AS Roma á Ítalíu.

Roma er í miklum þjálfaravandræðum þar sem félagið byrjaði tímabilið með Daniele De Rossi við stjórnvölinn en rak hann eftir slaka byrjun í haust og réði Ivan Juric, fyrrum þjálfara Torino, í hans stað.

Rómverjar hafa ekki gert sérlega góða hluti undir stjórn Juric, þar sem liðið er aðeins búið að sigra fjóra leiki af tíu síðan hann tók við og hefur meðal annars tapað leikjum gegn Elfsborg og Verona.

Gazzetta segir að Frank Lampard sé meðal efstu manna á óskalista AS Roma en aðrir fjölmiðlar nefna einnig menn á borð við Massimiliano Allegri, Maurizio Sarri, Claudio Ranieri og Graham Potter sem mögulega arftaka Juric. Til gamans má geta að Max Allegri er eini þjálfarinn af þeim fimm sem koma helst til greina sem hefur aldrei setið við stjórnvölinn hjá Chelsea.

Roma situr í tólfta sæti ítölsku deildarinnar sem stendur, með 13 stig eftir 11 umferðir. Liðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum og er með neikvæða markatölu.

Lampard og Potter störfuðu síðast sem aðalþjálfarar í fyrra og sátu þá báðir við stjórnvölinn hjá Chelsea.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 15 11 1 3 38 17 +21 34
2 Napoli 15 10 2 3 21 10 +11 32
3 Inter 14 9 4 1 34 15 +19 31
4 Fiorentina 14 9 4 1 28 10 +18 31
5 Lazio 15 10 1 4 30 17 +13 31
6 Juventus 15 6 9 0 24 10 +14 27
7 Milan 14 6 4 4 24 16 +8 22
8 Bologna 14 5 7 2 20 18 +2 22
9 Udinese 15 6 2 7 18 22 -4 20
10 Empoli 15 4 7 4 14 15 -1 19
11 Roma 15 4 4 7 18 21 -3 16
12 Torino 15 4 4 7 16 20 -4 16
13 Parma 15 3 6 6 21 25 -4 15
14 Genoa 15 3 6 6 13 24 -11 15
15 Cagliari 15 3 5 7 15 25 -10 14
16 Lecce 15 3 4 8 8 26 -18 13
17 Como 15 2 6 7 16 28 -12 12
18 Verona 15 4 0 11 18 37 -19 12
19 Monza 15 1 7 7 13 19 -6 10
20 Venezia 15 2 3 10 13 27 -14 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner