Það voru miklar vonir bundnar við Brasilíumanninn Douglas Luiz hjá Juventus. Hann var keyptur þangað frá Aston Villa síðastliðið sumar og var kaupverðið 50 milljónir evra ásamt tveimur ungum leikmönnum.
Luiz hefur ekki spilað vel og Thiago Motta, stjóri Juventus, virðist hafa litla trú á honum.
Hann er heill heilsu en var samt sem áður ekki með í síðasta leik gegn Udinese.
Núna segir Calciomercato frá því að Juventus sé að skoða það að losa sig við Luiz í janúar. Hugsanlega verði hann lánaður aftur til Aston Villa þar sem honum leið vel áður.
Luiz er kallaður „flopp" í ítölskum fjölmiðlum en hann lék frábærlega í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir