Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fös 06. janúar 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chukwuemeka: Risa tækifæri til að komast í liðið
Mynd: Chelsea

MIkið er um meiðsli í herbúðum Chelsea þessa dagana en nokkrir ungir og óreyndir leikmenn fengu tækifæri gegn Manchester City í gær.


Carney Chukwuemeka er einn þeirra en hann kom inn á snemma leiks fyrir Raheem Sterling sem meiddist.

„Þetta getur verið svolítið stressandi. Maður verður bara að setja hausinn í leikinn og sjá hvernig ég get hjálpað liðinu. Því ég er ungur þá finnst mér eins og ég hafi engu að tapa þegar ég stíg út á völl og ég get sýnt mig. Sama með Hutchinson og Hall, þeir spiluðu vel þegar þeir komu inn á," sagði Chukwuemeka í viðtali hjá Sky Sports.

„Út af meiðslunum er þetta risa tækifæri fyrir okkur að komast í liðið, við þurfum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera."

Chukwuemeka var nálægt því að skora þegar hann skaut boltanum í stöngina í fyrri hálfleik.

„Hjartað í mér hoppaði, í orðsins fyllstu merkingu, þegar ég tók skotið. Ég hélt að hann hafi farið inn en þetta átti ekki að gerast í dag. Ég verð bara að halda áfram og vonandi kemur þetta í næstu leikjum," sagði Chukwuemeka.


Athugasemdir
banner
banner
banner