Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   fös 06. janúar 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Potter vildi ekki ræða gagnrýni stjóra Benfica

Roger Schmidt stjóri Benfica er allt annað en sáttur með aðferðir Chelsea til að lokka argentíska leikmanninn Enzo Fernandez til sín. Hann sagði enska félagið sýna vanvirðingu.


„Það er vanvirðing og algjörlega óásættanlegt að þeir séu að reyna að gera leikmanninn klikkaðan, ég get ekki sætt mig við þetta. Þeir segjast ætla að borga riftunarverðið í samningi hans en svo vilja þeir fara í viðræður," sagði Schmidt pirraður.

Mikið hefur gengið á í kringum Enzo eftir HM en hann var heima í Argentínu yfir áramótin og missti af tveimur æfingum hjá Benfica sem fór ekki vel í Schmidt.

Eftir leik Chelsea og Manchester City í gær var Graham Potter stjóri Chelsea spurður út í þessi ummæli Schmidt.

„Ég ætla ekki að hefja samtal hér í gegnum fjölmiðla. Ég hef ekkert að segja," sagði Potter.


Athugasemdir
banner
banner