Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 07. apríl 2025 13:34
Elvar Geir Magnússon
Í BEINNI
Bikardrátturinn í heild - Tveir Bestu-deildarslagir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag Í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Fótbolti.net fylgdist með drættinum í beinni textalýsingu.

Tveir Bestu-deildarslagir komu upp úr pottinum; Fram mætir FH í Úlfarsárdal og Víkingur heimsækir ÍBV.

32-liða úrslitin fara fram dagana 17.-19. apríl.

Keflavík - Leiknir
Tindastóll eða Völsungur - Þróttur
Þór - Augnablik eða ÍR
Grótta eða Víðir - ÍA
ÍBV - Víkingur
Stjarnan - Njarðvík eða BF108
KR - KÁ
Grindavík - Valur
Afturelding - Höttur/Huginn
Víkingur Ó. eða Smári - Úlfarnir
Breiðablik - RB eða Fjölnir
KA - KFA
ÍH eða Selfoss - Haukar
Fram - FH
Vestri - HK
Kári - Fylkir
13:32
Þessari textalýsingu er lokið
Takk fyrir samfylgdina.

Eyða Breyta
13:31
Kári - Fylkir
Síðasta viðureignin.

Eyða Breyta
13:30
Vestri - HK
Davíð Smári dró HK.

Eyða Breyta
13:30
Fram - FH


Eyða Breyta
13:29
ÍH eða Selfoss - Haukar


Eyða Breyta
13:29
KA - KFA


Eyða Breyta
13:29
KA fær heimaleik.

Eyða Breyta
13:28
Breiðablik - RB eða Fjölnir
Höskuldur Gunnlaugsson sá um að draga.

Eyða Breyta
13:28
Víkingur Ó. eða Smári - Úlfarnir


Eyða Breyta
13:27
Afturelding - Höttur/Huginn


Eyða Breyta
13:27
Afturelding fær heimaleik.

Eyða Breyta
13:26
Þá er drátturinn hálfnaður.

Eyða Breyta
13:26
Grindavík - Valur


Eyða Breyta
13:25
KR - KÁ
4. deildarliðið mætir KR.

Eyða Breyta
13:25
KR fær heimaleik. Theodór Elmar mætir að draga.

Eyða Breyta
13:25
Stjarnan - Njarðvík eða BF108


Eyða Breyta
13:24
Stjarnan fær heimaleik.

Eyða Breyta
13:24
ÍBV - Víkingur R.
Liðin sem mætast í Bestu í kvöld.

Eyða Breyta
13:23
ÍBV fær heimaleik.

Eyða Breyta
13:22
Grótta eða Víðir - ÍA


Eyða Breyta
13:22
Þór - Augnablik eða ÍR


Eyða Breyta
13:21
Þór fær heimaleik.

Eyða Breyta
13:21
Tindastóll eða Völsungur - Þróttur Reykjavík


Eyða Breyta
13:21
Keflavík - Leiknir
Fyrsta viðureignin. Lengjudeildarslagur.

Eyða Breyta
13:20
Anrar Gunnlaugs aðstoðar við dráttinn og dregur Keflavík.

Eyða Breyta
13:20
Byrjað að hræra í pottinum
Drátturinn er opinn, allir geta mætt öllum. Gætum fengið Bestu-deildarslagi. Fyrst er dregið heimalið og svo kemur fulltrúi þess á svið og dregur mótherja.

Eyða Breyta
13:18
Þá er Birkir Sveinsson mættur, hinn íslenski Marchetti. Sá færasti á landinu þegar kemur að því að draga. Aðeins einu sinni hefur dráttur misheppnast hjá honum.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon



Eyða Breyta
13:16
Formaðurinn tekur til máls
Þorvaldur Örlygsson býður fólk velkomið.

Eyða Breyta
13:13
Ég er búinn að ræða við nokkra fulltrúa frá félögunum og flestir tala um að þeir vilji heimaleik.

Eyða Breyta
13:12
Stutt í þetta
Nokkrar mínútur í dráttinn og fólk er að gæða sér á veitingum og ræða málin. Arnar Gunnlaugs landsliðsþjálfari er mættur og góður andi í mannskapnum.

Eyða Breyta
12:41
Mættur í Laugardalinn
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Hér er verið að hljóðprufa og óhætt að segja að borðin svigni undan veitingunum.

Eyða Breyta
11:26
Mjólkurbikarinn til 2027
KSÍ, MS og RÚV hafa framlengt samkomulag um markaðs- og sjónvarpsréttindi Mjólkurbikarsins til næstu þriggja keppnistímabila og gildir samkomulagið því út keppnistímabilið 2027.

Ánægja er á meðal allra samningsaðila með samstarfið síðustu ár – Mjólkurbikarinn hefur fest sig í sessi með öflugum og mikilvægum stuðningi MS og ekki síður með framúrskarandi umfjöllun um keppnina á RÚV, þar sem m.a. má sjá leiki í Mjólkurbikarnum í beinni útsendingu og opinni dagskrá.

Þess má geta að Bikarkeppni meistaraflokks karla er 65 ára á þessu ári og fyrst var leikið í Bikarkeppni meistaraflokks kvenna árið 1981. Bikarkeppni KSÍ bar nafn Mjólkurbikarsins árin 1986 til 1996. Mjólkurbikarinn sneri aftur fyrir keppnistímabilið 2018 verður nú a.m.k. út árið 2027.

Mjólkurbikar karla 2025 hófst 28. mars síðastliðinn og alls verða leiknir 44 leikir í fyrstu tveimur umferðum Mjólkurbikars karla áður en leikið verður í 32-liða úrslitum 17.-19. apríl næstkomandi og á sömu dögum hefst 1. umferð Mjólkurbikars kvenna.

Úrslitaleikirnir fara að venju fram á Laugardalsvelli – úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna þann 16. ágúst og úrslitaleikur Mjólkurbikars karla þann 22. ágúst.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Eyða Breyta
11:25
Liðin sem eru komin áfram
Besta deildin: Breiðablik, ÍA, KA, KR, Valur, Vestri, FH, ÍBV, Stjarnan, Víkingur, Fram, Afturelding.
Lengjudeildin: HK, Þór, Grindavík, Fylkir, Þróttur, Keflavík, Leiknir.
2. deild: Haukar, Kári, KFA, Höttur/Huginn.
4. deild: KÁ.
5. deild: Úlfarnir.

Eyða Breyta
11:24
Góðan og gleðilegan!
32-liða úrslitin fara fram dagana 17.-19. apríl, en liðin í Bestu deild karla koma inn í keppnina ásamt þeim 20 félögum sem vinna sína leiki í 2. umferð.

Enn á eftir að leika sjö leiki í 2. umferð bikarsins en hér neðar má sjá leikina sem eru eftir.

Leikirnir sem eru eftir í 2. umferð:

miðvikudagur 9. apríl
19:00 Víkingur Ó.-Smári (Ólafsvíkurvöllur)
19:00 ÍH-Selfoss (Skessan)

föstudagur 11. apríl
18:30 Njarðvík-BF 108 (Nettóhöllin-gervigras)
19:00 Grótta-Víðir (Þróttheimar)
19:00 Tindastóll-Völsungur (Sauðárkróksvöllur)
20:00 Augnablik-ÍR (Fífan)

mánudagur 14. apríl
19:00 RB-Fjölnir (Nettóhöllin)

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner