„Bara fáránlega ánægður. Ánægður með liðið og allan hópinn, mér fannst við bara gera þetta vel. Við vissum að þetta yrði erfitt, við vissum að það gæti tekið mjög langan tíma að brjóta þá en ég var líka mjög ánægður að þegar við skorum þá fylgdum við því eftir og settum annað og það var virkilega sterkt." sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 FH
„Við vissum alltaf að þeir myndu á einhverjum tímapunkti hafa engu að tapa lengur og þá mundum við þurfa standast það og mér fannst við gera það ágætlega. Auðvitað erum við pirraðir að fá á okkur mark en akkúrat núna, langt síðan við höfum unnið fyrsta leik í móti þannig við látum það slidea í þetta skipti."
Stjarnan komst yfir í leiknum með vægast sagt umdeildu marki þegar Benedikt Warén lyfti boltanum inn á teig FH eftir aukaspyrnu á hausinn á Örvari Eggertssyni sem skoraði. Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins dæmdi ekkert en það var aðstoðardómari 1 sem flaggaði markið. Jökull Elísabetarson var spurður út í það og hafði lítið um það að segja og vildi bara treysta dómarateyminu.
„Tilfinningin mín er að menn flaggi ekki svona nema menn séu vissir og ég vona að það sé rétt en þetta breytir samt engu, annars fara menn í ef og hefði og ég hef engan húmor fyrir því hvort sem það hallar á okkur eða aðra. Ef þetta hefði verið þá hefðum við kannski unnið 3-0 þannig þetta er bara eins og þetta er."
Stjarnan komst yfir og svaraði strax með öðru marki og var Jökull gríðarlega ánægður með það.
„Mér fannst það sýna mjög sterkt mindsett hjá okkur að halda áfram og mér fannst við bara gefa í eftir að við komumst yfir og þar hefði verið svona save leiðin að falla til baka og ætla að grinda þetta út. Það var búið að taka tíma en mér fannst þetta virkilega sterkt."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.