Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Eina sem kemur mér yfir það er að vinna EM"
Mynd: Getty Images

Declan Rice miðjumaður enska landsliðsins er staðráðinn í því að vinna Evrópumótið í Þýskalandi í sumar.


Rice, sem leikur með Arsenal, var átti erfitt með að kyngja því að liðinu mistókst að vinna ensku úrvalsdeildina eftir harða baráttu við Manchester City.

„Um leið og tímabilinu lauk sagði ég við mömmu og pabba að það eina sem kemur mér yfir það að vinna ekki úrvalsdeildina er að vinna EM," sagði Rice.

„Það var erfitt að kyngja því að við töpuðum með tveimur stigum en nú er þetta fallega tækifæri fyrir framan okkur að gera eitthvað sérstakt."

Enska landsliðið spilar sinn síðasta vináttulandsleik fyrir EM í kvöld þegar liðið mætir því íslenska á Wembley.


Athugasemdir
banner
banner
banner