Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar snýr aftur eftir eins árs fjarveru
Mynd: Al-Hilal
Mynd: EPA
Brasilíski kantmaðurinn Neymar er búinn að ná sér af meiðslum einu ári eftir að hafa slitið krossband með brasilíska landsliðinu.

Neymar getur því snúið aftur á völlinn með Al-Hilal í sádi-arabíska boltanum eftir að hafa skrifað undir samning við félagið í fyrra.

Neymar yfirgaf PSG til að ganga í raðir Al-Hilal en spilaði aðeins þrjá leiki fyrir sádi-arabíska stórveldið áður en hann sleit krossbandið.

Neymar er 32 ára gamall og tókst liðsfélögum hans í ógnarsterku liði Al-Hilal að rúlla yfir deildakeppnina í Sádi-Arabíu á síðustu leiktíð.

Það verður gríðarlega áhugavert að fylgjast með þessum fótboltasnillingi hjá nýju félagsliði, en hjá Al-Hilal leikur Neymar með samherjum á borð við Sergej Milinkovic-Savic, Joao Cancelo, Aleksandar Mitrovic, Rúben Neves og Kalidou Koulibaly.

Auk þeirra má finna Malcom, Yassine Bono, Renan Lodi og Marcos Leonardo í afar sterkum leikmannahópi Al-Hilal.

Neymar er í leikmannahópi Al-Hilal sem heimsækir Al-Ain til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Meistaradeild Asíu á morgun.

„Hver dagur fjarri fótboltavellinum er kvöl fyrir mig. Fótbolti er það sem ég elska mest í mínu lífi," sagði Neymar.
Athugasemdir
banner