Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leny Yoro byrjaður að æfa
Mynd: Getty Images
Manchester United vann kapphlaup í sumar til að kaupa hinn bráðefnilega Leny Yoro til sín.

Yoro er 18 ára gamall en Rauðu djöflarnir greiddu rúmlega 50 milljónir punda til að kaupa hann frá Lille.

Yoro kom við sögu í tveimur æfingaleikjum með Man Utd á undirbúningstímabilinu áður en hann meiddist á rist og er núna búinn að missa af fyrstu mánuðum tímabilsins.

Þær fregnir voru að berast í dag að Yoro er kominn aftur á æfingasvæðið hjá Man Utd og því er stutt í að hann spili sinn fyrsta keppnisleik fyrir félagið.

Yoro æfir einn síns liðs og vonast til að geta spilað keppnisleik fyrir afmælisdaginn sinn 13. nóvember, þegar hann verður 19 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner