Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sneijder um Busquets: Pirrandi vælukjói
Mynd: Vlaar
Hollendingurinn Wesley Sneijder lék meðal annars fyrir Real Madrid á frábærum ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta.

Hann gaf viðtal við Ziggo Sport á dögunum og barst spænski miðjumaðurinn Sergio Busquets í tal.

„Busquets var ótrúlega pirrandi leikmaður, hann var alltaf að brjóta af sér en um leið og einhver braut á honum þá fór hann að gráta. Algjör vælukjói," sagði Sneijder.

„Ég slóst við hann í hverjum einasta leik. Á einum tímapunkti hótaði ég honum barsmíðum, hann var gjörsamlega óþolandi."

Busquets lék nánast allan ferilinn fyrir Barcelona og spilaði Sneijder oft við hann, bæði sem leikmaður Real Madrid og Inter og með hollenska landsliðinu. Þeir mættust til að mynda í úrslitaleik HM 2010 sem Spánn vann.

„Ég man 2010 þegar við unnum gegn Barcelona í Meistaradeildinni og Thiago Motta tæklaði Busquets eftir átta mínútur. Það var ekkert að Busquets, maður sá hann rúlla um á jörðinni með hendur fyrir augum en hann var með pláss á milli fingranna til að fylgjast með því sem var að gerast. Hann var algjör vælukjói og ömurlegur leikmaður til að spila á móti."
Athugasemdir
banner
banner