Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
banner
   sun 20. október 2024 16:19
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sörloth og Griezmann afgreiddu Leganés
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í spænsku deildinni, þar sem Atlético Madrid tók á móti Leganés og var óvænt einu marki undir í hálfleik.

Atlético var sterkari aðilinn en Yvan Neyou skoraði gegn gangi leiksins til að taka forystuna fyrir gestina.

Diego Simeone þjálfari gerði fimm skiptingar á liði Atlético áður en norski framherjinn Alexander Sörloth jafnaði leikinn á 69. mínútu, eftir stoðsendingu frá Axel Witsel.

Það liðu tólf mínútur þar til Antoine Griezmann gerði sigurmarkið eftir undirbúning frá Giuliano Simeone, syni Diego. Það var miklu bætt við venjulegan leiktíma og gerðu heimamenn í liði Atlético út um viðureignina með marki á 100. mínútu. Sörloth skoraði þar sitt annað mark, eftir stoðsendingu frá Julián Alvarez.

Atlético er í þriðja sæti eftir sigurinn, með 20 stig úr 10 leikjum, á meðan Leganés er með 8 stig.

Mallorca tók þá á móti Rayo Vallecano fyrr í dag og skoraði Vedat Muriqi eina mark leiksins á 75. mínútu. Heimamenn voru sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn.

Muriqi, fyrrum leikmaður Lazio og Fenerbahce, er núna kominn með tvö mörk í sjö leikjum á nýju deildartímabili en hann hefur verið lykilmaður í liði Mallorca frá komu sinni til félagsins.

Mallorca hefur farið vel af stað á nýju tímabili og er óvænt í fimmta sæti deildarinnar með 17 stig eftir 10 umferðir. Rayo Vallecano er með 13 stig.

Villarreal og Barcelona eiga heimaleiki gegn Getafe og Sevilla síðar í dag.

Atletico Madrid 3 - 1 Leganes
0-1 Yvan Neyou ('34 )
1-1 Alexander Sorloth ('69 )
2-1 Antoine Griezmann ('81 )
3-1 Alexander Sorloth ('100)

Mallorca 1 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Vedat Muriqi ('75 )
Athugasemdir
banner
banner