Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   mán 21. október 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gabri Veiga og Riyad Mahrez hjálpuðu Al-Ahli til sigurs
Mynd: EPA
Al-Rayyan 1 - 2 Al-Ahli
0-1 Gabri Veiga ('16)
0-2 Feras Al-Brikan ('38)
1-2 Fahd Al-Hamad ('65, sjálfsmark)

Gabri Veiga skoraði og Riyad Mahrez lagði upp í sigri Al-Ahli gegn Al-Rayyan í Meistaradeild Asíu í kvöld.

Al-Ahli heimsótti Al-Rayyan til Katar og vann 1-2 sigur, þar sem Franck Kessié, Ivan Toney, Merih Demiral og Roger Ibanez voru meðal byrjunarliðsmanna.

Roberto Firmino kom inn af bekknum í stað Toney á 76. mínútu en tókst ekki að skora.

Stjörnum prýtt lið Al-Ahli er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Al-Rayyan er án stiga en skærasta stjarnan í liðinu er egypski landsliðsmaðurinn Trezeguet, sem lék eitt sinn með Aston Villa í enska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner