Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Kane hlakkar til að mæta Robert Lewandowski
Mynd: EPA
Harry Kane skoraði þrennu í síðari hálfleik í 4-0 sigri FC Bayern gegn Stuttgart í gær og var hann kátur í viðtali að leikslokum.

Kane hefur verið frábær frá komu sinni til Bayern og segist hlakka mikið til næsta leiks liðsins, sem verður gegn spænska stórveldinu Barcelona í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.

Bayern heimsækir Barcelona á miðvikudagskvöldið og mun Kane mæta Robert Lewandowski í fyrsta sinn sem leikmaður Bayern. Kane er arftaki Lewandowski hjá félaginu.

„Robert er stórkostlegur framherji, hann er einn af allra bestu framherjum minnar kynslóðar. Þetta verður mjög sérstakur leikur gegn Barca," sagði Kane eftir sigurinn í gær.

„Við búumst við svipuðum andstæðingum og við mættum í dag, þetta er lið sem pressar hátt upp völlinn og vill halda boltanum.

„Margir í liðinu okkar þekkja þjálfarann þeirra (Hansi Flick) mjög vel og vita við hverju við eigum að búast. Þetta verður mjög erfiður leikur og við erum allir fullir tilhlökkunnar."

Athugasemdir
banner
banner