Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Rekinn eftir tapið gegn Marseille - „Get ekki skipt út 25 leikmönnum“
Mynd: EPA
Franska félagið Montpellier tók ákvörðun um að reka þjálfarann Michel Der Zakaraian eftir að liðið fékk útreið gegn Marseille í frönsku deildinni í gær.

Árangur Montpellier í byrjun leiktíðar hefur verið vægast sagt slakur en liðið er á botninum með 4 stig og aðeins unnið einn leik.

Eftir 5-0 tapið gegn Marseille ákvað forsetinn, Laurent Nicollin, að reka Der Zakarian, en hann vildi helst af öllu skipta út öllum leikmannahópnum í staðinn.

„Við getum ekki skipt út 25 leikmönnum þannig ég ákvað að stöðva Michel í kvöld. Þannig ég sagði við leikmenn eftir leikinn að ég þurfti að reka þjálfarann þökk sé frábæru framlagi þeirra og að nú þurfi þeir að taka ábyrgð,“ sagði Nicollin.

Montpellier hefur einu sinni í sögunni unnið frönsku deildina en liðið gerði það eftirminnilega tímabilið 2011-2012 eftir harða baráttu við Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner
banner