Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
   sun 20. október 2024 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kelleher vill skipta um félag til að fá meiri spiltíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Írski landsliðsmarkvörðurinn Caoimhin Kelleher ver mark Liverpool gegn Chelsea í dag þar sem Alisson Becker er að glíma við meiðsli.

Kelleher er þreyttur á því að vera varamarkvörður og vill ólmur fá meiri spiltíma. Til þess gæti hann þurft að skipta um félag.

„Ég er var mjög skýr í viðræðum við félagið í sumar. Ég vil vera markvörður númer 1, hvort sem það er hérna hjá Liverpool eða annars staðar," sagði Kelleher.

„Ég ræddi við þjálfarann (Arne Slot) um málin og staðan er þannig að Alisson er einn af bestu markvörðum í heimi. Hann er aðalmarkvörðurinn hérna og verður það áfram."

Kelleher er 25 ára gamall og fékk að spila 26 leiki á síðustu leiktíð, 10 í deild, vegna meiðslavandræða hjá Alisson. Hann á í heildina 49 leiki að baki fyrir Liverpool og spilar því sinn fimmtugasta leik fyrir félagið í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner