Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 18:28
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar kom inn af bekknum í níu marka leik
Mynd: Al-Hilal
Mynd: Getty Images
Brasilíska stórstjarnan Neymar er búin að ná sér eftir krossbandsslit frá því fyrir 12 mánuðum síðan.

Neymar kom við sögu á lokakaflanum í ótrúlegri viðureign hjá Al-Ain gegn Al-Hilal í deildakeppni asísku Meistaradeildarinnar. Hann kom inn á 77. mínútu en spilaði í rúman hálftíma þar sem leikurinn var ekki flautaður af fyrr en eftir tæpar 120 mínútur frá upphafsflautinu.

Bæði lið fengu mikið af færum þar sem heimamenn voru sterkari heilt yfir en gestirnir í liði Al-Hilal stóðu uppi sem sigurvegarar, lokatölur 4-5.

Salem Al-Dawsari var hetjan í liði Al-Hilal þar sem hann skoraði þrennu í sigrinum, en Renan Lodi og Sergej Milinkovic-Savic komust einnig á blað eftir stoðsendingar frá Aleksandar Mitrovic og Joao Cancelo. Milinkovic-Savic átti einnig stoðsendingu í leiknum.

Soufiane Rahimi skoraði þrennu fyrir Al-Ain en hún dugði ekki til að sigra gegn stjörnum prýddum andstæðingum.

Al-Hilal er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir á meðan Al-Ain er aðeins með eitt stig.

Al-Sadd frá Katar vann heimaleik gegn íranska félaginu Persepolis, þar sem Mateus Uribe fyrrum leikmaður FC Porto skoraði eina mark leiksins.

Al-Ain 4 - 5 Al-Hilal
0-1 Renan Lodi ('26)
1-1 Soufiane Rahimi ('39)
1-2 Sergej Milinkovic-Savic ('45+2)
1-3 Salem Al-Dawsari ('45+5)
2-3 Mateo Sanabria ('63)
2-4 Salem Al-Dawsari ('65)
3-4 Soufiane Rahimi ('67)
3-5 Salem Al-Dawsari ('75)
4-5 Soufiane Rahimi ('96, víti)
Rautt spjald: A. Al-Bulayhi, Al-Hilal ('82)
Athugasemdir
banner